Page 281 - Deilan mikla (1911)

Jörðin verður að auðn
277
hins hæsta náð rétti sínum”
Um þetta leyti ráða hinir réttlátu sem
konungar og prestar Guðs. Johannes segir í Opinberunarbókinni:
Og eg sá hásæti, og menn setjast í þau, og dómsvald var þeim
fengið”. Og þeir “munu vera prestar Guðs og Krists, og þeir munu
ríkja með honum um þúsund ár”
Það er á þessum tíma, eins og Páll
postuli spáir, “að hinir heilögu eiga að dæma heiminn”
Í samráði
við Krist dæma þeir hina óguðlegu, berandi verk þeirar saman við
lögbókina — biblíuna, og dæmandi hvert mál út af fyrir sig eftir
því, sem verkin voru framin í holdinu. Þá verður dæmt samkvæmt
verk-unum og dómurinn skráður við nafn hvers í bók dauðans.
Sömuleiðis verður Djöfullinn og hinir illu englar dæmdir af Kristi
og fólki hans. Páll postuli segir: “Vitið þér eigi, að vér eigum að
dæma engla?
Og Júdas segir: “Og englana, sem ekki gættu tignar
sinnar, heldur yfir-gáfu sinn eiginn bústað, hefir hann í myrkri geymt
í ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags”
Þegar þúsund árin eru fullnuð, þá skeður hin önnur upprisa. Þá
rísa hinir óguðlegu upp frá dauðum og birt-ast frammi fyrir Guði,
til þess að fullnægt verði hinum ritaða dómi. Eftir að Jóhannes í
Opinberunarbókinni hefir lýst upprisu hinna réttlátu, segir hann: “En
aðrir dauðir lifnuðu ekki fyr en þúsund árin fullnuðust”. Og Jesaja
spámaður segir um hina óguðlegu: “Þeim skal varpað niður í gryfju,
eins og fjötruðum bandingjum og þeir skulu byrgðir verða í dýflissu;
eftir langa stund skal þeim hegnt verða”
[362]
Dan. 7 : 22.
Opinb. 20 : 4. 6; 1. Kor. 6 : 2, 3.
Opinb. 20 : 4. 6; 1. Kor. 6 : 2, 3.
1.
Kor. 6:3.
Júdas 6.
Opinb. 20 : 5; Jes. 24 : 22.