Page 282 - Deilan mikla (1911)

Deilan enduð
Við lok þúsund áranna kemur Kristur aftur til jarð-arinnar. f fylgd
með honum eru herskarar hinna frels-uðu og ótölulegur fjöldi engla.
Þegar hann kemur af himni ofan, í sinni óútmálanlegu dýrð, skipar
hann hinum óguðlegu að rísa upp frá dauðum til þess að meðtaka
dóm sinn. Þeir koma fram í afarstórum fylkingum, margir eins og
sandur á sjávarströnd. Hvílíkur munur er að sjá þessa og hina sem
upp risu frá dauðum við fyrri upprisuna! Hinir réttlátu ljómuðu af
æskufegurð og ódauðleika; hinir óguðlegu bera á sér merki sjúkdóms
og dauða.
Hvert einasta auga í þessum ótölulega fjölda horfir á dýrð Guðs
sonar. Hinir óguðlegu hrópa hástöfum í einum rómi: “Blessaður sé
sá, sem kemur í nafni Drott-ins!” Það er ekki kærleikur til Jesú, sem
blæs þeim þessu í brjóst. Kraftur sannleikans knýr þá til að segja
þetta á móti eiginn vilja. Eins og hinir óguðlegu lögðust í grafir
sínar, þannig koma þeir út úr þeim, með hinu sama hatri til Krists
og hinum sama uppreistar anda. Þeir fá engan lengri náðartíma til
þess að bæta fyrir brot síns fyrra lífs. Það mundi enga þýðingu hafa.
Heilt líf alls konar yfirtroðslu hefir ekki mýkt hjörtu þeirra. Væri
þeim veittur annar náðartími mundu þeir nota hann eins og þann
fyrri, með því að hliðra sér hjá kröfum Guðs og befja uppreist gegn
honum.
Kristur kemur frá himnum og staðnæmist á Olíu-fjallinu, þar
sem hann steig upp til himna eftir upprisuna og þar sem englarnir
endurtóku loforð hans um endurkom-una. Spámaðurinn segir: “En
Drottinn Guð minn, mun 362 koma og allir heilagir með honum”.
[363]
Fætur hans munu á þeim degi standa á Olíufjallinu, sem er austan-
vert við Jerusalem, og Olíufjallið mun klofna um þvert .... og þar
mun verða geysivíður dalur”. “Drottinn mun þá vera konungur yfir
öllu landinu; á þeim degi mun Drottinn vera einn og nafn hans eitt’
Þegar hin nýja Jerusalem í sinni óútmálanlegu dýrð kemur niður frá
himn-um, hvílir hún á staðnum hreinsuðum og við því búnum að
Sakarías 14 : 5, 4. 9.
278